Framsókn hefur lengi verið ærulaus. Frá því ég man eftir mér hefur hún verið tækifærisflokkur, sem spilar á einnota stundarhagsmuni hverju sinni. „Opin í alla enda“ var lengi sagt. Fyrir fimm áratugum var kosningamálið, að Esjan væri ljótari en fjöllin á landsbyggðinni. Það þótti varginum fyndið. Í seinni tíð, einkum á vegum Guðna Ágústssonar, hefur þjóðremba Framsóknar vaxið. Frá þjóðrembu er stutt í óbeit á útlendingum, einkum múslimum. Yfir strikið fóru konur á framboðslistum flokksins í sumar. Fögnuðu hástöfum 2000-3000 einnota atkvæðum rasista, en fóru svo að gráta, er fyrirlitning annarra kom í ljós.