Framsókn braggast

Punktar

Jón Sigurðsson og Framsóknarflokkurinn stækkuðu í gær af yfirlýsingu formannsins um Íraksstríðið. Hann sagði: “Ákvarðanir um öryggismál og alþjóðaverkefni ber ævinlega að taka eftir vandaðasta undirbúning og eftir trúnaðarsamráð við lögmætar stofnanir eins og utanríkismálanefnd alþingis.” Ennfremur: “Forsendurnar voru rangar og ákvarðanaferlinu ábótavant. Þessar ákvarðanirnar voru því rangar eða mistök.” Meðan Framsókn biðst forláts lýsa frambjóðendur Íhaldsins því yfir, að stríð okkar við Írak hafi verið réttmætt á sínum tíma.