Framsókn flækir málin

Punktar

Tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til myndunar ríkisstjórnar truflast af meintri þörf Framsóknar og Sigmundar Panamaprins fyrir sættir. Framsókn metur stöðu sína svo sterka, að hún geti leyst innanflokksvanda með töf á myndun ríkisstjórnar. Katrín verður því að reyna til fulls að skipta Framsókn út fyrir Flokk fólksins og Viðreisn. Inga Sæland hefur beinlíns hvatt til þess, enda nær hún frekar fram stefnu sinni í vinstri ríkisstjórn en í ríkisstjórn Panama-prinsa. Katrín verður að passa sig á, að láta Framsókn ekki ná haustaki á stjórnarmyndun. Framsókn er enginn töfrasproti. Hún situr uppi með erfiða sérhagsmuni gegn almannahagsmunum.