Þingflokksformaður Framsóknar vildi í gærkvöldi gera skarpan greinarmun á viðhorfum síns flokks og Sjálfstæðisflokksins til nýrrar stjórnarskrár. Gunnar Bragi Sveinsson sagði Framsókn ekki standa í vegi þessa ferlis, sem ráðgert er að leiði til þjóðaratkvæðis 30. júní. Flokkurinn taki ekki þátt í málþófi Sjálfstæðisflokksins. Eykur líkur á, að málið nái fram á Alþingi fyrir miðnætti. Síðustu forvöð, annars verður að hafa sérstakt þjóðaratkvæði um stjórnarskrána í haust. Það verður þá Sjálfstæðisflokkurinn aleinn, sem axlar ábyrgð af að reyna að hindra brýnar endurbætur á stjórnarskránni.