Framsókn rotaðist

Punktar

Þetta er náðarhöggið hugsaði ég, þegar ég opnaði Fréttablað dagsins. Þarna rotaðist Framsókn og getur ekki reddað sér á einum degi. Blaðið kannaði stóru gjöfina Framsóknar og fann, að hún felur í sér tuttugu milljarða skatt á landsbyggðina. Á landsbyggðina! Blaðið talaði við Frosta, sem brá svo, að hann viðurkenndi í fyrirsögn að hafa ekki skoðað dreifingu fjárins. Svona er þetta með forstjórana, sem trúa, að þeir séu sjálfir svo ofsalega sniðugir. Hókus-pókus hans var úr fókus. Fréttin er skotheld. Nú er Framsókn loksins komin á flótta og fylgið lak af henni í dag. Illur fengur illa forgengur.