“Mér finnst að menn eigi ekki að fara fram úr sér með málin í öfugri röð.” Þannig setti Bjarni Benediktsson ofan í við Gunnar Braga Sveinsson í máli Evrópuaðildar. “Þetta var rætt í stjórnarsáttmálunum að við myndum hætta virkum viðræðum, að við myndum taka saman stöðuna, leggja fram skýrslu.” Gunnar Bragi hafði talið sig einfæran um að slíta aðildarviðræðum framhjá alþingi í “ég-á-það-ég-má-það” stíl. Sem hann og Sigurður Ingi Jóhannsson ætluðu að temja sér. Einhver þarf að geta siðað til fólk eins og þessa tvo. Einnig þarf að róa teboðsfólkið Vigdísi Hauksdóttur og Frosta Sigurjónsson.