Fyrir kosningarnar 2003 lofaði Framsókn 90% húsnæðislánum og stóð aldrei þessu vant við loforðið. Afleiðingin var, að fólk byggði eða keypti langt um efni fram og lenti svo í vandræðum í hruninu. Þannig ber Framsókn þunga ábyrgð á ástandinu, sem hún ætlar nú að velta yfir á ótilgreindan aðila. Sá aðili er stundum kallaður hrægammasjóðir, stundum lífeyrissjóðir, en er í raun skattgreiðandinn. Miklu nær er, að Framsókn borgi sjálf tjónið af gömlu kosningaloforði sínu. Sem hún var enn að grobbast af á heimasíðu sinni um páskana. Ofur-skuldsetning fólks er bein afleiðing Framsóknarflokksins.