Mér sýnist niðurstaða rannsóknarnefndar Íbúðalánasjóðs vera, að vandi hans hafi falizt í Framsókn. Gamlir flokksjálkar, Guðmundur Bjarnason ráðherra og Hallur Magnússon, stjórnuðu sjóðnum árum saman. Réðu flokksdindla til starfa og enginn í sjóðnum skildi neitt í neinu. Tjónið af ruglinu í Íbúðalánasjóði mun nema 300 milljörðum króna að núvirði. Meira en tjónið í Seðlabankanum og í stóru viðskiptabönkunum. Skýrslan segir okkur, að við verðum að hætta að leyfa gömlum pólitíkusum að setjast í hægindi sjóða af ýmsu tagi. Allt frá Seðlabanka Davíðs, um Sjóð 9 Illuga Gunnars, yfir í Íbúðalánasjóð Guðmundar.