Að gömlum sið ætlar Framsóknarflokkurinn að gera sér mat úr þingsályktun um viðræður við Evrópusambandið. Þingflokkurinn hefur auðvitað enga samvizku til að fara eftir. Í staðinn reynir hann að selja atkvæði sitt. Hann reynir að semja um önnur mál í leiðinni. Til dæmis það þjóðþrifamál, að hann fái stærra fundaherbergi á Alþingi en honum ber samkvæmt stærðinni. Einnig tala þeir enn um 20% niðurfellingu skulda auðmanna og víkinga, sem kolfelld var í þingkosningunum. Framsókn er alltaf sjálfri sér lík. Hún gengur kaupum og sölum, jafnvel fyrir opnum tjöldum.