Framsóknar-Ásmundur

Punktar

Ásmundur Einar Daðason er framsóknarmaður af gamla skólanum. Kjördæmapotari og gæzlumaður sérhagsmuna einokunarstofnana landbúnaðarins. Þess vegna vill hann ekki sameina landbúnaðarráðuneytið öðrum ráðuneytum. Einkum vill hann ekki, að alþjóðlega heilbrigð stjórnsýsla leysi þar af hólmi gerræði í þágu einokunarstofnana. Þess vegna vill hann ekki aðlögun ráðuneytisins að reglum Evrópu. Hann reynir að terrorísera vinstri græna yfir til framsóknarmennsku gegn aðlögun að góðum siðvenjum. Fulltrúi gamalla hagsmuna eins og fleiri framsóknarmenn flokksins. Eiga fátt sameiginlegt með græningjum í þéttbýli.