Framsóknar-fabrikka

Punktar

Átta þingmenn Framsóknar vilja reisa áburðarverksmiðju til að trekkja að unga fólkið, sem annars mundi flýja til útlanda. Fabrikkan á að „vekja ungum Íslendingum von í brjósti“ (!) og „laða brottflutta Íslendinga aftur heim“ (!). Fabrikkan á að „vinna bug á atvinnuleysi“  (!), svo þar hlýtur að eiga að vera handavinna margra. Sé fyrir mér ungt fólk flykkjast þúsundum saman í martröð þessara þingmanna: Þorsteinn Sæmundsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Haraldur Einarsson, Frosti Sigurjónsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir. Fyndnustu þingmenn ársins.