Samkvæmt hinum leku símaskilaboðum hefur Gunnar Bragi Sveinsson lifað sig inn í sérstætt hlutverk í Framsóknarflokknum. Eins konar handrukkari, sem ógnaði fólki með hótunum um „veiðileyfi á Kiddu“, ef það hlýddi ekki. Orð á borð við „hellti mér yfir hana“ sýna sömu iðju núverandi ráðherra. Gunnar Bragi var einnig í hópi sendisveina, sem sóttu leyndó fyrirmæli á skrifstofu kvótagreifanna í LÍÚ. „Erum að fara á leyndófund LÍÚ segi þér síðar“ stendur á einum stað í skilaboðunum. Hugarfar framsóknar-rudda sést hér: „Við viljum alls ekki að náttúruverndin komist að og við þurfum að standa vaktina“.