Haukur Logi Karlsson staðfestir, að Framsókn hafi keypt föt á Björn Inga Hrafnsson í síðustu borgarstjórnarkosningum. Fyrrverandi formaður ungra Framara sá þá fötin á kosningaskrifstofu. Hvorki Björn Ingi né flokkurinn neita staðreyndum, veina bara eins og stungnir grísir. Athyglisvert er, að vefur DV er málgagn Björns Inga í málinu. Segir Björn Inga hafa brugðið “sér hinn rólegasti í barnaafmæli”. Í stað þess að kífa í Silfri við Guðjón Ólaf Jónsson uppljóstrara. DV boðar “víðtækar pólitískar afleiðingar,” ef Björn Ingi reiðist og fari úr flokknum. Sem væri fínt fyrir Framsókn.