Framtíðin arðrænd

Punktar

Eftir davíðska síbylju um, hvað við höfum það gott, er hollt að fá kalda gusu í grein, sem birtist í gær í Guardian eftir helzta dálkahöfund blaðsins, George Monbiot. Hann segir velmegun nútímans byggjast á arðráni framtíðarinnar, tæmingu auðlinda jarðar allt frá vatni yfir í olíu. Davíðar nútímans afli sér atkvæða með því að taka frá börnum okkar og barnabörnum til að geta hrósað sér af því, hvað þeir láti okkur hafa það gott. Þeir reki skammsýna hagstefnu takmarkalausrar þenslu í heimi takmarkaðra og rýrnandi auðlinda. Íslenzkir Davíðar vilja ekki einu sinni beita auðlinda- og umhverfisrentu í fiski og fallvötnum, hvað þá í aðgangi að sjúkraupplýsingum. Enda láta kjósendur sér það vel líka.