Framtíðin bíður

Fjölmiðlun

Enn er framtíðin ekki komin. Enn les ég ekki bækur á skjá. Sony reyndi að selja lestölvu, en salan var treg. Amazon er farin að selja sína útgáfu, Kindle. Það hefur gengið betur, lestækið er uppselt í búðum vestra. Mér lízt samt ekki á það. Það er klunnalegt, þykkt og stíllaust. Framtíðin er loks komin, þegar skjárinn er orðinn svo linur, að vefja má honum upp. Þá kaupi ég reyfara í Amazon á 550 krónur og fæ hann beint á vefnum. Án þess að stunda samskipti við Tollmiðlun og greiða 450 krónu tollmeðferðargjald fyrir utan vask. Þá fer ég ekki aftur í Stórhöfðann í biðröð. Aldrei aftur.