Framtíðin björt og blá

Punktar

Í gamla daga gaf Sjálfstæðisflokkurinn út bláar bækur fyrir borgarkosningar. Þar var oftast brugðið upp myndum af framtíðarskipulagi. Lofað nýju skipulagi, byggðu á landfyllingum út í eyjar, monthúsum á borð við Perluna, mislægum gatnamótum og annarri paradísarmúsík. Þá var flokkurinn með 60% atkvæða, en hefur hrapað í 20% og er hættur að gefa út bláar bækur. Samfylkingin hefur tekið við framtíðartónum og boðar borgarlínu eftir tíu ár. Á að vera lík hraðferðum strætó í gamla daga. Svona músík forðar henni frá því að svara kröfu um ódýrar smáíbúðir. Hún er svo firrt, að nú koma 500 milljón króna íbúðir á markað í stað nauðsynlegra smáíbúða.