Úrslitafundur um framtíð mannkyns hefst í Heiligendamm í Þýzkalandi á miðvikudag. Þá munu leiðtogar átta efnahagslegra risavelda hittast, einkum til að ræða loftslagsbreytingar. Skoðanir eru skiptar. Annars vegar er meginland Evrópu undir forustu Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands. Hins vegar eru Bandaríkin undir forustu George W. Bush forseta. Merkel vill hraða aðgerðum gegn mengun andrúmsloftsins og Bush vill drepa þeim á dreif. Milli málsaðila eru Tony Blair og Shinzo Abe, forsætisráðherrar Bretlands og Japans. Þeir vilja ná samkomulagi. Um framtíð okkar? Bara um eitthvað.