Geir Haarde segir ekkert hafa breyzt í viðhorfum sínum til Evrópusambands og evru. Þótt umræðan hafi mánuðum saman verið á fullu. Þótt gegnheilir sjálfstæðismenn hafi lagt lóð sitt á vogarskál Evrópu og evru. Ekkert af þessu hefur markað spor í haus Geirs. Hann er ónæmur fyrir nýjungum og nýrri hugsun. Hann hefði getað verið uppi fyrir tveimur áratugum, áður en nútíminn reið í garð. Hann bíður eftir að áratuga gömul vandræði leysist enn einu sinni af sjálfu sér. En hefur enga forustu í að búa í haginn fyrir viðhorf og atvinnuvegi náinnar framtíðar. Er afturhaldssamur íhaldsgaur.