Framtíðin er í miðöldum

Fjölmiðlun

Framtíðin á vefnum leynist ekki í afmörkuðum tímaritum á borð við Kjarnann. Veraldarvefurinn hafnar hefðbundinni hliðvörzlu fjölmiðlunga og formlegum útkomutímum fjölmiðla. Vefurinn flýtur, minnir á miðaldir fyrir innreið prentlistar. Þá gengu fréttir milli manna á torgum og markaði. Síðan kom prenttæknin og færði fréttamiðlun í það formfasta horf, sem nú er að deyja út. Notkun fréttarita, dagblaða og ljósvaka minnkar ört. Heilar kynslóðir nota ekki gamla miðla. Í staðinn notar fólk blogg og fésbók, tíst og túbu. Fjölmiðlungar taka þátt í byltingunni, en eru þar ekki lengur hliðverðir.