Hefðbundnir fjölmiðlar þróast yfir í fjölbreytta útgáfu á pappír, í útvarpi og sjónvarpi og á vefnum. Bezta dæmið um það er visir.is, sem tengir saman Fréttablaðið, Stöð 2 og Bylgjuna. Á þeim vettvangi mæta þeir nýjum vefmiðlum á borð við Pressuna. Eins og víðar á Vesturlöndum veitir gömlu fjölmiðlunum betur í samkeppninni. Hafa burði og úthald, sem nýliðarnir hafa síður. Samt hefur þeim gömlu ekki tekizt að fylgja þessari sókn eftir. Fjölmiðlaneyzla ungs fólks fer framhjá þessu öllu. Það sækir upplýsingar til Facebook og YouTube, Twitter og Google og Wikipedia. Framtíðin fer framhjá fjölmiðlunum.