Forustufólk Bjartrar framtíðar hefur á þessu ári misst af lestinni. Fattar ekki mikilvægi samfélagsmiðla og er fast í viðjum hefðbundinna stjórnmála. Telja í lagi að segja, að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Á sama tíma horfum við hin á vísvitandi rústun Landspítalans. Þar er að verki flokkur, sem Björt framtíð gerir ítrekað hosur sínar grænar fyrir. Það selur ekki, að formaðurinn sé ráðherrahæfur í hefðbundnum skilningi. Slíkt er úrelt. Og fráleitt er að ímynda sér, að kjósendur sætti sig við svik við nýju stjórnarskrána. Málið er einfalt, Björt framtíð hefur meðvitundarlaus ráfað um ráðherra-biðstofuna.