Kratarnir, sem stjórna Frakklandi, hafa fengið Charlie Hebdo skakkt í hausinn. Manuel Valls innanríkisráðherra fékk í kjölfarið bannað uppistand háðfuglsins Dieudonné. Hliðstætt því, að útgáfa háðblaðsins Charlie Hebdo væri bönnuð. Það er tvískinnungurinn að baki orða Hollande forsætisráðherra: „Charlie Hebdo mun lifa áfram“. Kratarnir hafa lengi hatað Dieudonné vegna gríns hans um gyðinga. Hafa sótt ýmis mál gegn honum á grundvelli laga um bann við „hatursáróðri“. Þau lög eru svartur blettur á Frakklandi. Eins og Salman Rushdie sagði „Án frelsis til að móðga er ekkert tjáningarfrelsi.“ Fólk þarf að venjast því að móðgast.