Frasar og gerðir

Punktar

Bandaríkjastjórn er hætt að lasta Evrópu og gera grín að henni, hefur sent Condoleezza Rice til Evrópu til að bjóða betri samskipti. Allt eru þetta frasar, en engar gerðir. Bandaríkjastjórn er enn andvíg Kyoto-bókuninni, sem 140 ríki hafa samþykkt og tekur gildi í þessum mánuði. Hún er enn andvíg Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag og reynir að grafa undan honum. Hún áskilur sér rétt til að ráðast á ríki af upplognum ástæðum. Hún áskilur sér rétt til að rífa niður félagslegan markaðsbúskap, aðalsmerki Evrópu. Meðan svo stendur munu ráðamenn Evrópu svara með innantómum frösum.