Fagmenn segja hver á fætur öðrum Geir forsætis hafa rangt fyrir sér. Geir trúði spuna frá ímyndunarfræðingum bankanna. Það var ekki Íbúðalánasjóður, sem skrúfaði upp fasteignaverð. Það voru bankarnir, sem ruddust inn á íbúðamarkaðinn með 90% lánum. Sem þeir vilja núna gera töluvert dýrari. Íbúðalánasjóður er eldra fyrirbæri en bankarnir, fjármálastofnun með félagslegu ívafi. Sjálfstæðismenn hafa löngum viljað sjóðinn feigan, en Framsókn varði hann falli í síðustu ríkisstjórn. Nú sjá hins vegar allir, að þjóðfélagið getur ekki verið án þessa fráviks frá markaðshyggju.