Samkvæmt nýrri rannsókn í Bretlandi kostar 20 milljónir króna að koma barni til manns, frá fæðingu til háskólagráðu. Er þá allt talið, kostnaður foreldra, opinberra aðila og hugsanleg námslán barnanna. Þetta er gríðarlega mikið fé og væri raunar mikið fé, þótt krónutalan væri miklu lægri. … Fróðlegt væri að rannsaka, hversu mikill kostnaður fellur á foreldra af hverju barni. Með tilvísun til niðurstöðu brezku rannsóknarinnar skiptir hann örugglega mörgum milljónum á hvert barn hér á landi. Óhætt er að fullyrða, að það er enginn barnaleikur að eiga börn, þrátt fyrir velferðina. …