Jón Ásgeir Jóhannesson og Lilja Pálmadóttir kvarta yfir fréttum fjölmiðla af því, sem þau kalla einkamál sitt. Þetta einkamál er 440 milljón króna lán vegna skuldauppgjörs við Landsbankann. Sannleiksskýrslan hefur leitt í ljós, að Jón Ásgeir hefur skafið bankana að innan og valdið þjóðinni óbærilegum vandræðum. Skuldauppgjör hans getur því aldrei orðið neitt einkamál. Þjóðin er gegn vilja sínum orðinn málsaðili, það er að segja greiðandi. Að kalla það einkamál sýnir skort á skilningi á vondri stöðu sinni í samfélaginu. Jón Ásgeir kýs að vaða áfram um með frekju í stað þess að gera upp við þjóðina.