Íslendingar láta ekki lengur fara lítið fyrir frekju sinni. Blindfull og orðljót ökukona kærir lögguna á Selfossi fyrir árás. Reykingamenn kvarta um, að glerbrot og annað svínarí hafi aukizt um allan helming við barina. Dettur þeim ekki í hug að líta í eigin barm? Nemendur í Verzló fara í blöðin og kvarta um, að þeim var meinað að rústa hótel við Svartahafið. Vandamálafræðingar sífra um, að ófært sé að meina ólátabelgjum og tossum skólavist. Samt koma þeir í veg fyrir, að hinir fái notað skólavistar. Það furðulega er, að fjölmiðlar taka undir stjórnlaust rugl frekjudalla.