Áhugi Íslendinga á menningu er svipaður og áhuginn á íþróttum. Áhuginn á myndlist einni er svipaður og áhuginn á fótbolta. Þetta hefur fyrr og nú verið mælt í aðsókn. Jafngild eru bíó, menning og sport. Flatarmál dagblaða og mínútur ljósvaka endurspegla ekki áhuga fólks. Af fjölmiðlunum mætti ætla, að íþróttir, einkum fótbolti, væri þjóðarmálið. Svo er ekki, frekur og hávaðasamur 30% minnihluti vill þetta. Frávik eru í Mogga, sem þjónar menningu, og í Fréttablaðinu, sem þjónar ekki sporti umfram öðru. Skrítinn er feikilegur ríkisrekstur íþróttaefnis í RÚV á kostnað skattborgararanna.