Frelsi eða frelsi

Punktar

Er frelsi það sama og orðið þýðir í „frelsi, jöfnuður, bræðralag“? Eða er það frelsi frá ríki og skatti? Ekki var svo í frönsku byltingunni. Það var frelsi frá valdi, frá auðveldi, frá misrétti, frá fátækt, frá ólæsi, frá gerræðisdómum. Það var frelsi frá öllu valdi, ekki frelsi frá samkennd og miskunnsemi. Allra sízt felst frelsi í að „græðgi er góð“. Margir, sem upphaflega studdu Pírata, fjarlægðust, þegar flokkurinn tók í sumum málum upp stefnu, sem kalla má sósíalisma. Þeir voru of uppteknir af frelsi kaupmanna og frelsi peninga og hurfu frá Pírötum. Ég sé enga þverstæðu í fylgi Pírata við samkennd og miskunnsemi, við uppreisn fátækra.