Frelsi frá GPS

Punktar

Kínverska ríkið hefur ákveðið að leggja 230 milljón evrur í Galileo, staðarákvörðunarkefi gervitungla, sem Evrópusambandið er að byggja upp í samkeppni við GPS kerfi bandaríska stríðsmálaráðuneytins. Kína hyggst borga 20% af kostnaði við Galileo. Eins og Evrópusambandið vill Kína ekki vera háð staðarákvörðunarkerfi, sem heimsvaldasinnuð Bandaríkin geta lokað eða deyft, þegar þeim þóknast. Galileo verður borgaralegt kerfi, en ekki hernaðarlegt. Gert er ráð fyrir, að það leysi meðal annars hefðbundna flugumferðarstjórn af hólmi. Frá þessu segir í BBC.