Frelsi frá skorti

Punktar

Frelsi er ekki frelsi frá ríki eða sköttum. Raunar er ríkið miðlægt í frelsinu, sér um, að frelsi eins takmarki ekki frelsi annars. Frelsi er frelsi frá fátækt, frelsi frá yfirmönnum, frelsi frá bófum, frelsi frá veikindum, frelsi frá höftum frelsi frá trúarofsa, frelsi frá óöryggi, frelsi frá áhyggjum, frelsi til betra lífs, frelsi til lista og menningar, frelsi til vísinda, frelsi til sérvizku. Mikilvægast af þessu er frelsi frá skorti. Í þungamiðju frelsis eru borgaralaun, laun fyrir að vera til og gera það, sem þig langar til, þar á meðal frelsi til vinnu. Í nútímanum er svo brýnast, að almenningur fái frelsi frá greifunum 100.