Frelsi getur verið frelsi hinna sterku til að níðast á þeim veiku. Getur líka verið frelsi hinna veiku til að verjast hinum sterku. Ríkið getur verið lóð á vogarskálina hvoru megin sem er. Ríkið er hvorki gott né vont að eðlisfari. Er bara brýnt tæki. Undanfarna áratugi hér og erlendis hefur ríkið verið vopn hinna sterku. Ríkisstjórn okkar er grófasta dæmið. Erlendis sjáum við TISA og TTIP. Evrópusambandið hefur fært sig úr herbúðum hinna veiku til hinna sterku. Næsta ríkisstjórn hér þarf að snúa dæminu við, vera í liði með nýrri stjórnarskrá, stóraukinni velferð, endurreisn heilsu og skóla, og allsherjar auðlindarentu.