Flest bendir til, að formúla skuldaleiðréttinga komist ekki á vefinn fyrr en eftir kosningar. Spunakarlar og almannatenglar óttast, að vonbrigði hinna trúgjörnu hafi áhrif á atkvæðafjöldann. Vilja fresta vonbrigðum til rólegri tíma. Flestir þeirra, sem helzt þurfa, fá skerta leiðréttingu, meðal annars vegna fyrri aðgerða. Mestur hluti leiðréttingarinnar rennur til þeirra, sem ekki þurfa. Pétur Blöndal alþingismaður hefur rækilega bent á þá staðreynd. Aðgerð, sem þóttist vera almenn, reynist sértæk, þegar til kastanna kemur. Eins og venjulega njóta hinir auðugu, hinir éta bara það, sem úti frýs.