Fréttablaðið er ekki málgagn Flokksins, þótt ritstjóri þess sé fyrrverandi formaður og forsætis. Þorsteinn Pálsson rekur Fréttablaðið sem hvert annað fréttablað. Þar eru ábyrgar fréttir, sem eru meira eða minna áreiðanlegar. Hef ekki séð þar neina undiröldu í þágu Flokksins. Líklega var Fréttablaðið eins og aðrir fjölmiðlar bláeygt á útrásarvíkinga í kreppunni í haust. Eins og aðrir tók blaðið við sér um mánuði eftir hrun. Mér finnst Fréttablaðið samt ekki gæta hagsmuna útrásarvíkinga. Leiðarar Þorsteins eru svo sérstakur kapítuli, sendibréf innan Flokksins, ekki áhugaverðir fyrir mig eða aðra.