Fréttablaðið fagnar þjófnaði

Fjölmiðlun

Í vikunni birti Fréttablaðið bjánaviðtal við leikkonuna Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Hún hrósaði sér af að stela páskaliljum úr almenningsgarði við Tjörnina til að setja í blómavasa. Viðtalið virtist vera byrjendaverk, sloppið hjá eftirliti ritstjóra. Nú hefur blaðið hins vegar bætt í ruglið. Kynnir í dag leikkonuna sem eins konar sigurvegara vikunnar fyrir stuldinn. Gerist í nafnlausum texta, sem er því beint á valdi og ábyrgð ritstjórans. Skýrt dæmi um ábyrgðarleysi og stjórnleysi og sinnuleysi yfirmanna. Þeir hafa líklega óviljandi gert Fréttablaðið að ítrekuðum málsvara þjófnaðar.