Twitter er ofmetið sem fréttatæki. Forritið er sagt hafa verið mikilvægt í fréttum af uppþotum í Kína, Guatemala og Moldavíu. Athuganir hafa þó sýnt, að Facebook og YouTube og Wikipedia eru mikilvægari tæki til fréttaflutnings af fjarlægum atburðum. Fjölmiðlar og fréttastofur hafa fækkað fréttamönnum erlendis og lokað útibúum. Í staðinn er treyst á fréttaflutning heimamanna, sem nota ýmsa tækni internetsins við að koma upplýsingum á framfæri. Oft gegn tilburðum stjórnvalda til ritskoðunar. Til dæmis var Wikipedia uppfært 900 sinnum á tæpum sólarhring um hryðjuverkin í Mumbai í Indlandi fyrir ári.