Hástig blaðamennsku var árið 1972. Þá fór Washington Post í Watergate, Sunday Times í Thalidomide. Hvort tveggja kostaði rosalega vinnu. Ég þekkti Harold Evans, ritstjóra Sunday Times. Blaðið kom 1967 upp um stórfelldar njósnir Kim Philby. Síðan hallaði undan fæti, Rupert Murdoch eignaðist Times 1981 og rak Evans. Washington Post hefur dregið taum valdhafa og Sunday Times gert hverja bommertuna á fætur annari hjá Andrew Neil. Observer hefur líka hrunið, einkum vegna Kamal Ahmed ritstjóra, málpípu Alastair Campbell, almannatengils Tony Blair. New York Times er útibú CIA og Mossad. Telegraph sigldi á hægri jaðar, aðalheimild íslenzkra Evrópuhatara. Daily Mail rekur stækt útlendingahatur. Þannig fer heimsins dýrð. Allt er rakið í bókinni Flat Earth News eftir Nick Davies hjá Guardian.