Fréttamenn horfa á íþróttir

Punktar

FVisir.is var eini vefmiðillinn, sem sagði mér í gær frá framvindu andófsins gegn undirbúningi álvers í Helguvík. Því átti að ljúka kl.15. Eyjan vísaði í Vísi, en aðrir miðlar voru bara með morgunfréttina, þegar andófinu lauk um kl.16. Þetta er slappt. Ég bið ekki um mikið: Standa aðgerðirnar enn, hvenær lýkur þeim, hvað gerir lögreglan? Á sama tíma síðdegis í gær voru endalausar fréttir af alls kyns sporti á vefmiðlunum. Þar sem aðeimns þriðjungur þjóðarinnar hefur áhuga á slíku, efast ég um, að vefmiðlar fatti viðskiptavini sína. Er Visir.is eini vefmiðillinn í gangi á laugardögum?