Fréttamennskan sigraði

Fjölmiðlun

Óðinn Jónsson er orðinn fréttastjóri sameinaðrar fréttastofu fjölmiðla Ríkisútvarpsins. Óskar Hrafn Þorvaldsson varð fréttastjóri sameinaðrar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.is. Hann var áður fréttastjóri og ritstjóri á DV og ritstjóri á Vísi.is. Mætir menn hafa orðið fyrir vali á báðum stöðum. Ég þekki Óðin bara af umsögnum annarra. En með Óskari hef ég unnið og þekki hann að feikilegum dugnaði og sannri hugsun blaðamanns. Hún er gulls ígildi á tímum spunakarla og afstæðs mats á sannleikanum. Eðlileg fréttasjónarmið hafa sem betur fer orðið ofan á hjá 365 miðlum.