Mogginn, DV, Viðskiptablaðið, Saga, Ínn og Pressan eru áróður auðgreifa. Framboð nothæfra frétta er að öðru leyti bærilegt. Fremst er útvarp Ríkisútvarps, þar er sjónvarp lakara. 365 hafa nothæfa útgerð á Fréttablaðinu og Vísi. Galli frétta er, hversu auðveldlega siðblindingjar skammta upplýsingar í almenna fréttamenn. Stakir haukar standa þó fyrir sínu. Nýir fréttamiðlar, Hringbraut, Stundin, Fréttatíminn og Kjarninn kafa oft betur í mál. Verri er staða skoðana. Leiðarar Fréttablaðsins oftast marklausir. Vænisjúkir pólitíkusar geltu Ríkisútvarpið. Frambærilegt álit er hins vegar gefið í fólksmiðlum á vefnum, bloggi og fésbók.