Agnes Bragadóttir vegur ekki þungt í myndun álits umheimsins á hruninu á Íslandi. Það gera hins vegar samanlagðar fréttastofur heimsins og samanlögð stórblöð heimsins. Allir þessir aðilar eru sammála um, að helztu sökudólgar íslenzka hrunsins hafi verið Geir Haarde og Davíð Oddsson. Þetta er ljóst af aðalfyrirsögnum frétta. Davíð hefur það umfram Geir sem sökudólgur að hafa innleitt dólgafrjálshyggju, einkavinavætt bankana, komið upp algerum skorti á bankaeftirliti og síðan gert Seðlabankann gjaldþrota. Hann gerði það með því að ausa hundruðum milljarða í banka, sem hann vissi að voru gjaldþrota.