Al Jazeera hefur undanfarin ár komizt í röð beztu fréttastofa heimsins. Er líklega sú bezta í málum múslima. Tók við fréttafólki BBC, þegar sú stofnun gafst upp á arabískri útgáfu. Hefur verið leiðandi í arabíska vorinu, einkum í Egyptalandi, Túnis, Líbýu og Sýrlandi. Þar sló hún við BBC, AP, CNN, AFP. Minna fór fyrir fréttum hennar af smáríkjum á Arabíuskaga, þar sem stofan á heima í Katar. Fréttastjóri hennar hefur í átta ár verið Wadah Khanfar. Að ósk Bandaríkjanna hefur hann verið leystur af hólmi af Jassim Al Thani úr konungsfjölskyldunni. Breytingin mun draga úr forustuhlutverki Al Jazeera.