Fréttir fást með töngum

Punktar

Í upphafi árs 2012 boðaði Ólafur Ragnar Grímsson brottför úr embætti. Skipti svo um skoðun og var endurkjörinn í júní sama ár. Um áramótin 2013 flutti Dorrit Moussaieff lögheimili frá Íslandi. Í gærmorgun sagði hún ástæðuna: “Þegar horfur voru á að eiginmaður minn yrði ekki lengur forseti gerði ég ráðstafanir til að geta sinnt meira fyrri störfum mínum í London …” Sýnilega villandi, hún flutti hálfu til heilu ári EFTIR að vangaveltum Ólafs Ragnars um framtíðina lauk. Síðdegis sagðist hún þurfa að taka við rekstri í London. Um kvöldið var svo sagt, að flutningurinn væri vegna brezkra skattalaga.