Brezkir fjölmiðlar fjalla um gagnrýni Greg Dyke, brezka útvarpsstjórans, á bandaríska fjölmiðlun, sérstaklega Fox sjónvarpskeðjuna. Hann telur brýnt, að hin hlutdræga, bandaríska stríðsfréttamennska verði ekki innleidd í Bretlandi. Hér á landi skiptast erlendar fréttir í tvö horn. Annars vegar eru DV, Fréttablaðið og Ríkisútvarpið með svipaðar fréttir og maður sér á vefnum hjá fjölþjóðlegum fréttastofnunum, sæmilega traustvekjandi, og hins vegar undarlegar fréttir í Morgunblaðinu og á fréttastofum sjónvarps. Innan síðari hópsins eru annars vegar fréttir í Morgunblaðinu og Ríkissjónvarpinu, sem virðast vera frá CIA og fengnar frá sendiráðinu, og hins vegar fréttir á Stöð 2, sem virðast koma beint frá Mossad.