Fréttir seljast ekki

Fjölmiðlun

Ég hef enga trú á, að Viðskiptablaðinu takist að selja aðgang að fréttum sínum á vefnum. Ég hef ekki trú á, að neinu blaði takist það. Þótt Wall Street Journal hafi náð takmörkuðum árangri á vefnum. Svo mikið framboð er af ókeypis fréttum á vefnum, að það nægir langsamlega flestum. Reynslan sýnir, að fólk grefur ekki dýpra, þótt læstar fréttir kunni að vera betri eða ítarlegri. Þetta er ekki spurning um bezta lestur, heldur skásta ókeypis lestur. Útvarp og sjónvarp kynntu ókeypis fréttir fyrir almenningi, vefurinn kláraði dæmið. Seldir fjölmiðlar á borð við vefdagblöð eiga þar engan séns.