Mæling innlendra frétta sýnir yfirburði dagblaða í innlendum fréttum. Þau birta 80% fréttafjöldans og ljósvakamiðlarnir 20%, þar af á Gufan stærsta hlutann. Blogg var ekki mælt í könnun Creditinfo, á lítið í nýjum fréttum. Morgunblaðið er stærst í fréttum með 33%, Fréttablaðið kemur næst með 30% og 24 stundir með 17%. Hlutur stærri dagblaða hefur minnkað en aukizt hjá minni dagblöðum. Sumum kemur á óvart, en ekki mér, hversu lítill er hlutur sjónvarps í innlendum fréttum. Dagblöðin eru og verða áfram meginuppspretta þekkingar okkar á innlendum samtíma. Elzta birtingarformið ber af öðrum.