Með Brexit og Trump siglir þjóðremba þöndum seglum. Bretland og Bandaríkin eru komin í þjóðrembda flokkinn með Rússlandi, Kína og mörgum smærri ríkjum. Næst eru forsetakosningar í Frakklandi, þar sem reiknað er með, að frambjóðandi Front National komist langt. Le Pen sem forseti gæti framið Frexit í stíl Brexit og þar með lamað evruna og Evrópusambandið. Víðs vegar um Evrópu eru fleiri andvígir innflytjendum en eru þeim meðmæltir. Þar á meðal eru Danmörk og Finnland. Meira að segja í Þýzkalandi eru þjóðrembingar með góðan byr. Eina birtan, sem skín inn í þessa myrku mynd, felst í, að fjölþjóðasinnar eru yngri en gömlu þjóðremburnar.