Fríblaðsformúlan bilaði

Fjölmiðlun

Leitt er, að Boston Now er hætt að koma út. Líka er vont, að Nyhedsavisen í Danmörku dró saman seglin. Upp gekk ekki fín formúla frá Fréttablaðinu um að tvinna saman góðum fréttum og víðtækri dreifingu. Í Danmörku er flóknara en hér að komast í póstkassa fjölbýlishúsa. Og Boston Now var strax ekki dreift í hús, heldur í samgönguæðum. Eins og önnur fríblöð. Furðu hratt misstu íslenzkir útgefendur áhugann. Boston Now var selt heimamönnum, sem lögðu það orðalaust niður. Danskir aðilar hafa komið í rekstur Nyhedsavisen og dregið úr þjónustu þess. Íslenzka formúlan virðist ganga miður erlendis.