Friðarpostulinn Pútín

Punktar

Eðlilegt er, að Vladimir Pútín sé tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels. Þar sem Barack Obama gat fengið verðlaunin, ætti líka Pútín að geta fengið þau. Síðan geta aðrir snillingar komið í röðum, Bashar Assad og Silvio Berlusconi til dæmis. Eða Alexander Lukashenko og Robert Mugabe. Kim Jong Il og Tamim Hamad al Thani, kóngurinn, sem baðar heimsfótboltann í Quatar í blóði tuga byggingarþræla. Engin vestræn stofnun á Vesturlöndum hefur orðið sér til eins mikillar skammar og Nóbels-nefnd norska Stórþingsins. Hún er vís til að veita Pútín verðlaunin í von um, að hann skáni. Sú var líka vonin með Obama.