Friðarsinnar hafa áhrif

Punktar

Gary Younge rökstyður í Guardian, að andstæðingar stríðsins gegn Írak hafi náð miklum áhrifum, þótt þeim hafi ekki tekizt að hindra stríðið. Aukið vantraust kjósenda á stríðsherrunum George W. Bush og Tony Blair og skortur á stuðningi annarra ríkja við stríðið eigi rætur sínar að rekja til mótmælaaðgerðanna í fyrravetur. Eftirleikur stríðsins hafi leitt í ljós, að gagnrýnendur þess hafi að nær öllu leyti haft rétt fyrir sér. Hann mælir með því, að friðar- og mannréttindasinnar taki framvegis meiri beinan þátt í almennum þjóðmálum.